Velkomin á síðu FREE – Frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni

Oft upplifa frumkvöðlakonur á landsbyggðinni einangrun varðandi stuðning og aðstoð við að þróa persónu- og faglega hæfni. Heimasíða þessi er hluti af verkefninu FREE og inniheldur tvo meginhluta sem nýtast konum til að þróa sína persónu-og faglegu hæfni. Boðið verður upp á þjálfun í námsþáttum er tengjast fyrirtækjarekstri, svo sem stefnumótun og útflutning, vöruþróun, markaðssetningu og samfélagsmiðla, fjármál og sölu á netinu. Einnig verður boðið upp á hæfnihringi á netinu þar sem konur geta hist, stutt hvor aðra, veitt jafningjafræðslu og borið saman bækur sínar.